Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, var hress með að fá þrjú stig í undankeppni HM gegn Kosóvó í kvöld.
,Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þeir eru með sterka einstaklinga og sýndu það í þessum leik,“ sagði Helgi.
,,Þetta er einn af erfiðustu leikjunum að fara í og það mikilvægasta var að ná í þrjú stig og það er það sem sker upp úr.“
,,Þeir byrja á fullum krafti og það kom okkur ekki á óvart. Þeir voru aktívir í fyrri hálfleik og akkúrat í byrjun.“