Bjarni Helgason skrifar frá Albaníu.
Það er búist við 30-40 Íslendingum á leikinn í kvöld þegar Ísland heimsækir Kosóvó í undankeppni HM
Íslenskur stuðningsmenn eru mættir í miðbæ Shkoder í Albaníu þar sem leikurinn fer fram.
,,Við ætluðum að kíkja á leikinn gegn Kosóvó í kvöld,“ sögðu þessi íslensku stuðningsmenn við 433.is í kvöld.
,,Þetta verður mjög góð stemming, það verða 30-40 manns frá Íslandi. Við ætlum að reyna að hafa meiri hávaða en þeirr Við búum í Brussel.“
,,Við fórum að ræða þetta þegar undankeppnin byrjaði, við vorum að pæla í þessu. Við ákváðum að kýla á þetta.“
Viðtalið við þá félaga er hér að neðan.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=fdo9urDpLpo]