Bjarni Helgason skrifar frá Shkodër:
Kosóvó tekur á móti Íslandi í undankeppni HM á morgun klukkan 20:45 að staðartíma.
Leikurinn er afar mikilvægur fyrir íslenska liðið sem þarf að nauðsynlega á sigri að halda til þess að halda í við toppliðin í riðlinum.
Guðni Bergsson, nýkjörinn formaður KSÍ mætti til Shkodër í gær en þetta er hans fyrsta landsliðsverkefni síðan að hann tók við embættinu í febrúar.
Verkefnið leggst vel í Guðna sem býst við erfiðum leik gegn Kosóvó á morgun.
„Þetta leggst bara mjög vel í mig hérna. Það eru góðar aðstæður hérna og andinn í hópnum er mjög góður þannig að ég er bara mjög bjartsýnn fyrir leikinn á morgun.“
„Völlurinn er betri en ég bjóst við, ég get alveg viðurkennt það. Það er skemmtilegast að spila á góðum velli.“
„Ég er bjartsýnn að eðlisfari og menn eru að mæta mjög ákveðnir til leiks hérna. Það er ekkert annað á döfinni en að taka stigin þrjú og vinna þennan leik.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=LTEbchO1TuU&w=560&h=315]