„Það er bara frábært að fá hann aftur heim, hann er mjög góður fótboltamaður og hann hefur sýnt það í gegnum árin,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals á blaðamannafundi á Hlíðarenda í dag.
Kristinn Freyr Sigurðsson er mættur aftur á Hlíðarenda eftir ársdvöl hjá Sundsvall í Svíþjóð en hann var algjör lykilmaður í liðinu, áður en hann fór út og var m.a valinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar tímabilið 2016.
„Þetta var bara spurning um það hvort hann kæmi heim eða ekki. Auðvitað fara öll félög af stað þegar svona leikmaður er að koma heim en ég er bara gríðarlega ánægður með að fá hann aftur.“
„Ég er ekkert að velta því fyrir mér hvort hann var að fara í FH, alvöru menn koma heim, þótt það hafi verið smá misbrestur með það uppá síðkastið en fyrir mér var þetta aldrei spurning,“ sagði hann m.a.
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.