fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
433

Gummi Hreiðars: Framtíðin er björt fyrir Rúnar Alex

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 3. nóvember 2017 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum með sex, mjög góða markmenn, sem hefðu allir getað verið í hópnum og þeir sem ég nefndi ekki eru Fredrik Schram og Anton Ari Einarsson og þeir eru báðir mjög góðir markmenn,“ sagði Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari íslenska landsliðsins á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag.

Ísland mætir Katar og Tékkum í vináttuleikjum þann 8. og 14. nóvember næstkomandi en formlegur undirbúningur liðsins fyrir HM í Rússlandi er nú hafinn.

„Við erum í þannig stöðu í dag að við erum með sex, mjög frambærlega markmenn sem ég væri í raun bara mjög stoltur að fá að taka með til Rússlands. Það eru ungir markmenn þarna eins og Rúnar Alex, Anton og Fredrik þannig að við erum ríkir af góðum markmönnum og þetta er lúxusvandamál fyrir mig.“

„Allir þeir fjórir sem við völdum eiga möguleika á því að byrja. Vinnureglan er sú að við erum með ákveðna skoðun hvað við ætlum að gera og svo tökum við ákvörðun eftir æfingar. Hann er eini markmaðurinn af þessum fjórum sem hefur ekki spilað A-landsleik en hann hefur verið frábær með yngri landsliðum Íslands og er að spila vel í dönsku deildinni líka.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Ipswich 12 stigum frá öruggu sæti – Þrjú rauð spjöld í einum leik

England: Ipswich 12 stigum frá öruggu sæti – Þrjú rauð spjöld í einum leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að risastórt enskt félag sé að horfa til mannsins sem var rekinn frá West Ham

Segir að risastórt enskt félag sé að horfa til mannsins sem var rekinn frá West Ham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Setti athyglisvert met í tapinu gegn Liverpool

Setti athyglisvert met í tapinu gegn Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Setur fótinn niður og er hættur að fagna mörkum – ,,Geri þetta ekki aftur“

Setur fótinn niður og er hættur að fagna mörkum – ,,Geri þetta ekki aftur“