„Þegar að KR hringdi í mig eftir tímabilið þá kom í raun ekkert annað til greina en að halda áfram og taka skrefið með þeim áfram,“ sagði Beitir Ólafsson, markmaður KR á blaðamannafundi liðsins í Vesturbænum í dag.
Beitir kom til KR fyrr í sumar þegar Stefán Logi Magnússon meiddist og var einn besti maður liðsins í Pepsi-deildinni í sumar en KR hafnaði í fjórða sæti deildarinnar.
„Ég bjóst ekki við að spila svona marga leiki með þeim í sumar, ég var búinn að sjá framá að spila kannski fjóra til fimm leiki en svo var bara góður stígandi í mínum leik og þetta var bara mjög skemmtilegt sumar.“
„Ég hef alltaf verið duglegur að hreyfa mig þannig að ég kom inní ágætis standi en það hefði auðvitað verið skemmtilegra að koma inn í alvöru fótboltastandi.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.