„Við viljum nýta tímann vel þannig að við getum skipulagt okkur fyrir framhaldið á næsta ári en svo eru þetta bara tveir skemmtilegir leikir framundan hjá okkur,“ sagði Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag.
Ísland mætir Katar og Tékkum í vináttuleikjum þann 8. og 14. nóvember næstkomandi en formlegur undirbúningur liðsins fyrir HM í Rússlandi er nú hafinn.
„Það verða ný andlit inná vellinum og menn munu fá sín tækifæri. Það er meira áhyggjuefni fyrir strákana að þeir séu ekki að spila. Við viljum að menn séu í góðu leikformi fyrir HM í Rússlandi.“
„Það getur margt breyst í fótboltanum þannig að það er erfitt að segja með þessa leikmenn sem eru ekki að spila reglulega. Úrslitin í þessum tveimur leikjum eru aldrei aukaatriði og við viljum að þeir strákar sem fá tækifæri í næstu verkefnum nýti þau vel.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.