Alfreð Finnbogason kom inná sem varamaður í sigrinum á Kósóvó er Íslenska landsliðið tryggði sér keppnisrétt á Heimsmeistaramótinu á næsta ári.
„Tilfinningin er ólýsanleg. Þetta er sætara og stærra en síðast. “ sagði Alfreð.
„Skiljanlega var fyrsti hálftíminn ekkert sérstakur. Menn voru stressaðir og voru ekki alveg að finna hvort við ættum að pressa eða liggja á þeim. Þeir sköpuðu ekki mikið fyrir utan þetta langskot þarna. Við vissum að þeir eru ekkert að tapa þessum leikjum stórt þannig orð kvöldsins var þolinmæði.“
„Sýndum Kósóvó mikla virðingu sem þeir eiga skilið og undirbúninguinn var sá sami og venjulega. Við vildum sýna að við ættum skilið að fara á HM.“
„Það er komin mikil reynsla í þetta lið. Reynslan fyrir fjórum árum (gegn Króatíu) gaf okkur ótrúlega mikið. Þar var spennustigið ótrúlega hátt og við stóðumst það próf ekki. Ef við finnum smjörþefin á því að komast á stórmót núna þá leggja sig allir algjörlega fram.“
Viðtal við Alfreð eftir leik má finna hér að ofan og neðan: