„Flottur sigur, við gerðum það sem við þurftum að gera og leikplanið gekk bara upp,“ sagði Ragnar Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins eftir 3-0 sigur liðsins á Tyrkjum í kvöld.
Það voru þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason sem skoruðu mörk Íslands í leiknum og er liðið nú á toppi I-riðils með 19 stig í efsta sætinu.
„Þetta var ótrúlega mikilvægur sigur. Þetta var eitthvað svo auðvelt fyrir okkur í vörninni, það var ekki mikið að gera en þeta er ekki alveg á topplistanum.“
„Núna erum við með allt í okkar höndum og það verða allir stressaðir fyrir þennan leik, hver og einn Íslendingur og þetta snýst bara um að stilla taugarnar og vera tilbúnir að gera hlutina rétt eins og í dag.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.