„Að vinna 3-0 úti á móti Tyrkjum er í raun bara ótrúlegt og hvernig við spiluðum þennan leik var magnað,“ sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins eftir 3-0 sigur liðsins á Tyrkjum í kvöld.
Það voru þeir Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason sem skoruðu mörk Íslands í leiknum og er liðið nú á toppi I-riðils með 19 stig í efsta sætinu.
„Þetta var geggjað, að komast 2-0 yfir svona snemma var auðvitað frábært. Maður veit aldrei á móti Tyrkjum en þegar að við skoruðum seinna markið þá jókst sjálfstraustið og við náðum að halda út fyrri hálfleikinn.“
„Við bökkum aðeins í seinni hálfleik en þetta var bara magnaður leikur. Þeir eru í séns í 2-0 en þegar að við setjum þetta þriðja mark þá var þetta búið.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.