„Ég er búinn að vera spila flesta leiki núna og er í mjög góðu standi þannig að ég er bara klár ef kallið kemur,“ sagði Kári Árnason á æfingu íslenska liðsins í morgun.
Kári er mættur aftur til Aberdeen í Skotlandi en hann lék með liðinu á árunum 2011-2012. Liðið hefur farið vel af stað í skosku úrvalsdeildinni og situr sem stendur í öðru sæti deildarinnar með 20 stig eftir fyrstu átta leikina, jafn mörg stig og Celtic en með lakari markatölu.
„Þeir eru búnir að vera í kringum annað sætið, undanfarin ár og þá hafa þeir verið að koma sér í úrslit bikarsins og undanúrslitin líka þannig að gengið kemur mér ekki á óvart.“
„Hann styrkti liðið mjög vel í sumar líka þannig að þetta er svo sem allt eftir bókinni. Ég er meira á heimavelli þarna en á Kýpur.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.