„Þetta er búið að vera dáldið erfitt start hjá okkur, við erum bara búnir að vera slakir,“ sagði Emil Hallfreðsson á æfingu íslenska landsliðsins í morgun.
Emil leikur með Udinese á Ítalíu en liðið hefur ekki byrjað tímabilið vel og situr í þrettánda sæti deildarinnar með 6 stig eftir fyrstu sjö leikina, 4 stigum frá fallsæti.
„Það er ýmislegt sem þarf að bæta, við reyndum unnum síðasta leik sem var kannski smá svekkjandi fyrir mig því ég var aðeins tæpur og gat ekki spilað en við erum að vinna í því bara að bæta þetta.“
„Ég var búinn að vera smá tæpur í kálfanum alla vikuna og það var bara ákveðið að taka ekki neina sénsa. Það er betra að missa af einum leik en að spila þennan eina leik og missa síðan af sex næstu leikjum.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.