Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Antalya:
,,Það er allt til alls, ég hef verið hérna. Flott svæði og veðrið gott, við erum í góðum málum,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Íslands í samtali við 433.is í Tyrklandi í dag.
Leikmenn liðsins dvelja á frábæru svæði í Antalya og skelltu nokkrir af þeim sér í golf í dag.
,,Ég kíkti í golf í dag og gat ekki rassgat, það er annað mál. Ég var með og það var gaman.“
Kantmaðurinn knái er vongóður fyrir leikinn á föstudag en Ísland má ekki tapa leiknum til að halda sér á lífi varðandi sæti á HM í Rússlandi.
,,Við fórum yfir Tyrkina í gær, við vitum þeirra styrkleika. Við vitum að þetta er allt annað lið á heimavelli og útivelli, þeir sýndu það með því að vinna Króata í síðasta leik. Við teljum okkur eiga mjög góða möguleika, við vitum hvað við eigum að gera til að vinna leikinn.“
Stuðningsmenn Tyrklands eru með mikil læti en það getur unnið á móti þeim ef illa gengur.
,,Þó að það sé frábært að vera með stuðning á heimavelli þá getur það unnið á móti Tyrkjunum, ef það gengur ekki vel verða stuðningsmenn og leikmenn pirraðir. Við verðum að pirra þá vel og fá stuðningsmenn á móti þeim.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.