„Ég fékk símtal á sunnudaginn um það hvort ég hefði áhuga á því að taka við liðinu og svaf svo bara á því um nóttinu,“ sagði Pétur Pétursson, nýráðinn þjálfari kvennaliðs Vals á blaðamannafundi á Hlíðarenda núna rétt í þessu.
Pétur tekur við liðinu af Úlfi Blandon sem hætti óvænt með liðið á dögunum en hann var aðstoðarþjálfari HK síðasta sumar en þetta er í fyrsta skiptið sem hann tekur við kvennaliði.
„Ég hitti svo Börk og Didda á mánudeginum og þeir seldu mér þetta á fimm mínútum. Mér finnst þetta spennandi og þetta er ný og skemmtileg áskorun fyrir mig.“
„Ég hef alltaf fylgst með kvennabolta með öðru augana og ég horfi alltaf á landsleikina hjá stelpunum t.d. Stefnan hérna er að vinna titla og það er markmiðið hjá mér líka.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.