,,Það þurfti eitt símtal og ég ákvað að fara í KR,“ sagði Björgvin Stefánsson sem í dag skrifaði undir hjá KR.
Sóknarmaðurinn, Björgvin sem er fæddur árið 1994 skoraði 14 mörk í 19 leikjum í 1. deildinni með Haukum í sumar.
Hann hefur prufað eitt ár í efstu deild en þá skoraði hann 2 mörk í 16 leikjum með Val og Þrótti.
,,Ég er spenntur fyrir því að koma í svona stórt félag, það eru miklar kröfur. Þetta verður alvöru áskorun.“
,,Ég náð mér ekki á strik í Pepsi deildinni síðastn en ég fann að ég á helling inni, ég hef metnað til að spila í efstu deild og gera vel.“
Björgvin hefur gefið af sér gott orð sem eftirherma en hann sló í gegn í Brenslunni á FM957 í morgun.
,,Ætli ég geymi það ekki þangað til að ég kynnist mönnum betur.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.