,,Við erum að hugsa til langs tíma, það er einfaldlega kominn tími til þess að við tökum ákvarðanir,“ sagi Bjarni Benediktsson sitjandi forsætisráðherra um þau áform að byggja nýjan Laugardalsvöll.
Í dag voru kynntar nýjar tillögur um byggingu vallarins, annars vegar knattspyrnuleikvangs sem myndi kosta fimm milljarða, og hins vegar völl sem yrði yfirbyggður og myndi því nýtast allan ársins hring. Þar mætti halda stóra tónleika og fleira slíkt.
,,Núna erum við komið með spennandi samsetningu fyrir nýjan þjóðarleikvang, það þarf aðkomu ríkis og borgar til að þetta verði að veruleika. Það hefur verið unnið frábært starf hjá KSÍ.“
Ljóst er að ekki nein ákvörðun verður tekinn um stuðning ríkisins við verkefnið fyrr en eftir kosningar og þá kemur það í hlut þeirrar ríkisstjórnar sem verður við völd.
,,Því fyrr sem við tökum ákvörðun og ljúkum fjármögnun þá byrjar tíminn að tikka niður.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.