,,Það var auðveld ákvörðun að koma í Val en erfitt að skilja við Víking ,“ sagði Ívar Örn Jónsson eftir að hafa skrifað undir samning hjá Val í dag.
Þessi öflugi vinstri bakvörður gerði þriggja ára samning við Val og mun berjast við Bjarna Ólaf Eiríksson um stöðu vinstri bakvarðar.
Samningur Ívars var á enda við Víking og ákvað hann að yfirgefa félagið.
,,Mér leið vel í Víkinni en tímapunkturinn réttur í að skipta um umhverfi, það er mikil fagmennska í kringum klúbbinn. Þeir eru búnir að vinna titla síðustu þrjú ár.“
Í Val er Orri Sigurður Ómarsson en hann og Ívar ólust upp hjá HK og eru miklir vinir
,,Hann er búin að pota í mann en það er bara gott,“ sagði Ívar.
Viðtalið við Ívar er í heild hér að ofan og neðan.