,,Ég er betri þjálfari en þegar ég var hér á landi síðast,“ sagði Ólafur Kristjánsson eftir að hafa skrifað undir samning við FH og að gerast þjálfari liðsins næstu þrjú árin.
Ólafur lét af störfum hjá Randers í Danmörku í síðustu viku og sama dag hafði FH samband við hann.
Heimi Guðjónssyni var svo sagt upp störfum degi síðar og þá fóru hjólin að snúast.
,,Það verður efitt að fylla í hans skó, það er áskorun og ég tek henni. Ég veit að það eru möguleikar í því.“
Viðtalið við Ólaf er í heild hér að ofan og neðan.