,,Það eru orðin mörg ár síðan,“ sagði Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH þegar hann réð nýjan þjálfara í meistaraflokk karla í dag.
Ólafur Kristjánsson gerði þriggja ára samning við FH í dag en hann hætti með Randers í Danmörku í síðustu viku.
,,Eins og allir vita þá atvikaðist þetta svona, við sjáum reynslu og hann er FH-ingur.“
Heimi Guðjónssyni var sagt upp störfum fyrir rúmri viku en sú ákvörðun var erfið.
,,Það verður að taka erfiðar ákvarðanir, ég myndi ekki segja óumflýjanleg. Maður veit það aldrei.“
Viðtalið við Jón Rúnar er í heild hér að ofan og neðan.