„Þetta legst bara gríðarlega vel í mig, ég er bara hrikalega spenntur eins og allir aðrir og get ekki beðið,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, fyrrum þjálfari Þórs/KA í samtali við 433.is núna rétt í þessu.
Ísland mætir Kosóvó í lokaleik sínum í undankeppni HM í kvöld klukkan 18:45 en sigur í leiknum tryggir liðinu sæti í lokakeppninni og yrði þetta í fyrsta sinn sem íslenskt knattspyrnulandslið tekur þátt á mótinu.
„Ég var bara að lenda þannig að ég er ekki búinn að skoða þetta nægilega vel en mér líst vel á þetta bara og flott að fá Emil inn.“
„Þetta fer brösulega af stað en svo kemur þetta og við fáum nokkur mörk í restina á gleðinni og keyrslunni og við tökum þetta 4-0.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.