„Ólýsanleg tilfining þegar að dómarinn flautaði til leiksloka,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins eftir að liðið tryggði sér sæti á HM í Rússlandi.
Það voru þeir Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson sem skoruðu mörk Íslands í leiknum og er liðið komið á HM í fyrsta skiptið í sögunni.
„Þetta var gífurlega erfiður riðill, fjögur lið sem voru með okkur á EM og í raun erfiðasti riðillinn í keppninni og við unnum hann, gjörðu svo vel.“
„Þetta var sætara en EM, sérstaklega af því að við kláruðum Króatíu, við vorum ekki tilbúnir á þeim tíma en þetta er afrek sem maður kemur aldrei til með að gleyma, svo einfalt er það.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.