Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Antalya:
,,Þetta eru mjög góðar aðstæður, gott hótel og æfingasvæði. Allt til alls,“ sagði Ragnar Sigurðsson varnarmaður íslenska landsliðsins við 433.is í Tyrklandi nú í morgun.
Íslenska liðið æfði í Antalya í dag en síðar í dag heldur liðið til Eskişehir þar sem leikurinn fer fram á föstudag.
,,Við vitum að þetta verður allt öðruvísi leikur en á heimavelli þar sem við tókum þá í nefið, þeir eru í stórum séns núna. Þeir eru á heimavelli og allur þessi pakki.“
Allt er undir í þessum síðustu tveimur leikjum Íslands í undankeppni HM en fjögur stig ættu að tryggja íslenska liðinu hið minnsta sæti í umspili.
,,Það eru miklu skemmtilegra þegar það er mikið undir, við erum að mæta góðum andstæðingum og vitum að þettta verður erfitt. Þá kemur meira pressa og stress í mann, það er skemmtilegast.“
Íslenska liðið er með reynslu úr stórum leikjum og þar gengur yfirleit vel.
,,Við höfum líka skitið á okkur eins og í umspilinu gegn Króatíu en oftar en ekki þá rísum við upp.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.