Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Antalya:
,,Við erum í fínum málum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson stjarna Íslands í samtali við 433.is í Tyrklandi í dag.
Íslenska landsliðið æfir nú í Antalya og undirbýr sig fyrir leikinn við Tyrklandi í undankeppni HM á föstudag.
Íslenska liðið gæti sætt sig við jafntefli á föstudag á meðan Tyrkir þurfa sigur, hugarfarið í íslenska hópnum er samt þannig að sækja stigin þrjú sem eru í boði.
,,Möguleikarnir eru fínir, við erum að spila á móti öðruvísi liði en í fyrri leiknum. Þeir eru með annan þjálfara, kjarninn af hópnum er sá sami. Þetta er á erfiðum útivöllum, hugarfarið hjá okkur ætti að vera fara og vinna leikinn. Það hefur gengið vel þannig, fara í leikinn svipað og á móti Úkraínu.“
,,Við ætlum ekki að spila upp á jafntefli, við þurfum að vinna leikinn ef við ætlum að eiga séns á að ná fyrsta sætinu.“
Gyfli segir að það hjálpi strákunum að þekkja aðstæður í Tyrklandi eftir leikinn við heimamenn fyrir tveimur árum í undankeppni EM.
,,Við erum með sama hóp og þá, það er gott að hafa það í reynslubankanum. Við erum með meiri reynslu og gæðu núna.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.