„Þetta er ótrúlega næst hérna, Antalya er alveg að koma mikið á óvart ef ég á að segja eins og er,“ sagði Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins á æfingu liðsins í morgun.
Ísland mætir Tyrklandi í afar mikilvægum leik á föstudaginn næsta en Ísland er sem stendur í öðru sæti I-riðils með 16 stig, jafn mörg stig og Króatar sem eru með betri markatölu og því ljóst að stig eða sigur myndi gera mikið fyrir liðið með umspilssæti í huga.
„Þetta verður gríðarlega erfiður leikur. Við vitum hvað þessi leikur þýðir og þetta verður bara hörkugaman og við erum bara mjög einbeittir á það að gera vel.“
„Það er mjög fúlt að vera í banni en ég vissi það svo sem fyrirfram. Ég er að einbeita mér að því að vera klár fyrir Kosovo. Maður verður bara mega stressaður þarna í klappliðinu uppí stúku og svo klár í leikinn gegn Kosovo.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.