„Aðstæðurnar hérna eru mjög góðar, vellirnir góðir og allt til alls,“ sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins á æfingu liðsins í morgun.
Ísland mætir Tyrklandi í afar mikilvægum leik á föstudaginn næsta en Ísland er sem stendur í öðru sæti I-riðils með 16 stig, jafn mörg stig og Króatar sem eru með betri markatölu og því ljóst að stig eða sigur myndi gera mikið fyrir liðið með umspilssæti í huga.
„Þetta er hörkulið með frábærum leikmönnum og þetta verður bara erfiður leikur eins og allir aðrir leikir í þessum riðli. Þetta verður bara gaman að takast á við þetta verkefni.“
„Það er komin mikil reynsla í hópinn og við erum klárir og með mikið sjálfstraust. Við förum í hvern einasta leik til þess að vinna hann og þessi er ekkert öðruvísi.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.