„Ég er mjög spenntur og hlakka til að kynnast þessum strákum hérna sem eru í KR og byrja að vinna með þeim,“ sagði Rúnar Kristinsson, nýráðinn þjálfari KR í samtali við 433.is í dag.
Rúnar er mættur aftur heim í Vesturbænum eftir stopp í Noregi og Belgíu en hann þekkir vel til í Frostaskjólinu og skilaði fimm titlum í hús þegar hann stýrði KR síðast.
„Það eru margir góðir þjálfarar verið í KR og lyft titlum, svo hafa líka margir góðir verið hérna sem hafa ekki lyft titlum en vonandi náum við að vinna fleiri titlum en við hefum gert á undanförnum árum en ég get auðvitað ekki lofað neinu.“
„Við þurfum samt tíma og að byggja upp nýtt lið hérna og við þurfum að reyna bæta árangurinn frá því í sumar og vonandi getum við bætt þann árangur næsta sumar en það er kannski smá óþarfi að byrja tala um titla svona á fyrsta fundi.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.