,,Þetta var sérvalið fyrir okkur,“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari Íslands við 433.is í dag í Tyrklandi.
Liðið er á frábæru svæði i Antalya og undirbýr sig fyrir komandi leiki í undankeppni HM. Liðið leikur gegn Tyrklandi á föstudag og gegn Kósóvó á mánudag á Laugardalsvelli.
Liðið þarf fjögur stig til að enda í einu af tveimur efstu sætunum.
,,Þetta er góður völlur, flott hótel. Við erum að vona að eftir mikið leikjálag að þeir geti tekið orkuna úr umhverfinu og góða veðrinu. Það er mikið í húfi og mikilævgt að hafa góðan undirbúning.“
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði Íslands er að glíma við meiðsli og er tæpur fyrir leikinn.
,,Ég met stöðuna ekkert, þetta er mat læknateymisins og Arons hvort hann verði klár í að spila þennan leik. Það er ekki nein pressa frá okkur að hann spili, við æfum lan A og plan B ef hann er ekki með. Við verðum klárir sama hvort hann spili eða ekki.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.