A landslið karla kom til Nanning í Kína um helgina eftir langt og strangt ferðalag. Skipuleggjendur China Cup tóku vel á móti hópnum og færðu Rúnari Arnarsyni formanni landsliðsnefndar blómvönd og fjöldi skólabarna fagnaði hópnum við flugstöðina.
Öll þátttökulið mótsins dvelja á sama hótelinu hér í Nanning, ásamt öllum starfsmönnum mótsins. Kínverska liðið er þegar komið á staðinn og tók hinn ítalski þjálfari liðsins, Marcelo Lippi, vel á móti Heimi Hallgrímssyni við komuna á hótelið.
Fyrsti leikur er svo gegn Kína á morgun klukkan 12:00 í beinni á Stöð2Sport.
,,Þetta er mjög spennandi verkefni, móttörkurnar hafa verið frábærar,“ sagði Theodór Elmar Bjarnason um málið.
,,Mikill metnaður settur í þetta mót, það er öllu tjaldað til.“
,,Það er pínu þreyta, það voru flestir leikmenn vaknaðir fimm í morgun. Það kemur, við náum að snúa því við fyrir leikinn.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=fo9rwGG2RI8?rel=0&w=853&h=480]