Birnir Snær Ingason, leikmaður Fjölnis, viðurkennir að það sé þægilegt að vera búinn að tryggja sér sæti í Pepsi-deild karla fyrir næstu leiktíð.
,,Ég held að þetta sé frekar ásættanlegt en þetta hefur verið basl í sumar. Það er þó gott að ná að halda okkur uppi,“ sagði Birnir.
,,Ég fékk tvö góð færi í fyrri hálfleik sem ég átti að skora úr og svo í seinni skorum við úr okkar færum og völlurinn bauð upp á basl.“
,,Í sumar heilt yfir er ég ekki nógu sáttur en í síðustu leikjum hef ég verið að stíga upp og ég er sáttur með það.“