„Við skorum átta mörk í dag og vinnum leikinn og þetta var bara frábær byrjun á undankeppninni,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins eftir 8-0 sigur liðsins á Færeyjum í kvöld.
Það voru þær Elín Metta Jensen, Gunnhildur Yrsa Sigurðardóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem skoruðu mörk Íslands í leiknum.
„Við vissum að þetta yrði þannig leikur að þær myndu liggja tilbaka. Við þurftum að vera þolinmóðar í leiknum og einbeittar og ná fram topp frammistöðu í 90 mínútur og mér fannst við gera það vel.“
„Það var kærkomið að skora, það var orðið ansi langt síðan að ég skoraði. Þetta var mikill léttir og ég varð aðeins emotional eftir markið en ég var mjög ánægð.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.