Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var svekktur með að fá ekki stig gegn FH í kvöld en liðið þurfti að sætta sig við 2-1 tap með marki í uppbótartíma.
,,Það var hrikalega svekkjandi að fá ekkert úr þessu. Miðað við fyrri hálfleikinn, við gátum alveg spilað betur þar þegar við unnum boltann. Við hefðum getað skorað 2,3 eða 4 mörk,“ sagði Kristján.
,,Þeir eiga tvö skot á markið og tvö mörk. Það er bara þannig sem við höfum náð að halda FH frá okkur. Þeir skora tvö úr föstum leikatriðum og svo þetta mark.“
,,Við bjuggumst við hægum leik sem varð hægur leikur en við áttum að spila betur með boltann.“