Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, vildi nánast ekkert segja í viðtali eftir leik liðsins við Val í kvöld.
Fjölnir þurfti að sætta sig við 4-1 tap á Hlíðarenda sem varð til þess að Valur er nú Íslandsmeistari.
Ágúst gaf okkur 20 sekúndur eftir leikinn en hann vildi ekkert segja og óskaði Val aðeins til hamingju.
,,Við áttum klárlega ekki mikinn séns, eins og ég sagði í viðtali við Stöð 2. Ég segi það núna, þetta er kvöld Valsara,“ sagði Ágúst.
,,Til hamingju Valur. Þetta snýst ekkert um okkur. Þeir áttu frábært kvöld og eigum við ekki bara að leyfa þeim að njóta þess? Takk fyrir.“