„Við höfum haft smá tíma til þess að jafna okkur á EM og núna byrjar bara ný keppni og við einbeitum okkur bara að HM núna,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins á æfingu liðsins í dag.
Ísland mætir Færeyjum mánudaginn 18. september næstkomandi en þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppni HM.
„Þetta er þokkalega sterkur riðill. Ég veit ekkert svakalega mikið um Tékkland og Færeyjar en Þjóðverjarnir eru auðvitað gríðarlega sterkar og þetta er bara hörku riðill.“
„Það er alltaf hægt að keppa við Þjóðverjana. Við förum út til Þýskalands í október og vonandi getum við náð í stig þar. Að komast á HM yrði stórt og við viljum reyna við það núna.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.