„Ég fékk einhverjar tólf til þrettán mínútur og frábært að komast upp og ná að skora,“ sagði Hjörtur Júlíus Hjartarsson, framherji Augnabliks eftir 3-0 sigur liðsins gegn Álftanes í kvöld.
Það voru þeir Kári Ársælsson, Hjörvar Hermannsson og Hjörtur Júlíus Hjartarsson sem skoruðu mörk Augnabliks í leiknum en fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og Augnablik fer því upp í 3. deildina, samanlegt 5-2.
„Mér fannst þessi pressa frekar asnaleg. Það er alltaf einhver buslugangur í Sigga Sörens og hann lætur alltaf alla vita þegar einhver kemur en það er fullt af fínum fótboltaliðum í þessari deild.“
„Ellert t.d spilaði bara seinni hlutann með okkur en þú þarft miklu meira en bara fjóra til fimm leikmenn sem kunna fótbolta í þessari deild. Þú þarft að vera með nokkra leikmenn sem kunna fótbolta, sérstaklega þegar líður á leikina.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.