„Betra liðið vann ekki í dag, það er þannig,“ sagði Davíð Smári Helenarson, þjálfari Kórdrengja eftir 1-1 jafntefli liðsins við KH í kvöld.
Það var Eyþór Helgi Birgisson sem kom Kórdrengjunum yfir á 4 mínútu en Alexander Lúðvígsson jafnaði metin fyrir KH á 39 mínútu og lokatölur því 1-1. KH vann fyrri leikinn 1-0 og mun því leika í 3. deildinni næsta sumar.
„Við skoruðum mark sem var dæmt af okkur vegna einhvers sem ég veit ekki og það er til á myndbandi og það verður gaman að sjá það aftur. Svo áttum við líka að fá víti en það sem skilur liðin að hérna er markið sem var dæmt af okkur.“
„Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt sumar og þetta er góður hópur. Við ætluðum að klára þetta hérna í dag og vorum betri en þetta datt ekki með okkur.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.