Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, skildi ekki hvernig liðið náði ekki að skora í dag í 1-0 tapi gegn Íslandsmeisturum FH.
,,Þegar að stórt er spurt maður.. Ég skil ekki hvernig við skoruðum ekki. Við fengum fjóra 100% sénsa áður en þeir fá sinn fyrsta og skora,“ sagði Óli.
,,Þeir klára sitt færi vel og við förum mjög illa með okkar sénsa og þar liggur munurinn.“
,,Það segir margt að ég sé hundsvekktur með að hafa ekki unnið þennan leik. Við spiluðum eins og sigurvegarar í dag.“
,,Veistu það, ég nenni ekki að vera að velta því fyrir mér hvað hin liðin í kringum mig eru að gera. Ég vil halda áfram að þróa og þroska okkar lið.“