Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, var kátur í kvöld eftir 2-0 sigur okkar manna á Úkraínu í undankeppni HM.
,,Við erum mjög sáttir við það að allt sem við settum upp gekk upp og strákarnir spiluðu mjög agaðan leik,“ sagði Helgi.
,,Þeir byrjuðu vel og maður sá hvað þeir geta og ef þeir fá tíma þá eru þeir stórhættulegir.“
,,Við vorum góðir að mæta þeim á réttum tíma svo þeir fengu ekki mikinn tíma og þeirra aðalleikmenn, Konoplyanka og Yarmolenko, við tókum þá algjörlega út úr leiknum.“