Mikael Nikulásson fylgir íslenska karlalandsliðinu allt og undirbýr sig fyrir HM í Rússlandi næsta sumar.
Við tókum Mikael tali fyrir leik gegn Finnlandi í dag en hann er staddur þar ásamt Halla BK eins og hann er kallaður.
,,Mér líst helvíti vel á þetta. Ég held að við séum að fara að vinna leikinn 2-0. Það er einhver að segja mér að þetta verði easy í kvöld,“ sagði Mikael eða Mæk eins og hann er kallaður.
,,Ég fer bara allt sem við þurfum að fara að ná í þessa punkta sem við þurfum að ná í. Það breytist ekkert.“
,,Gillzarinn er með allt niðrum sig því miður. Ég tók alvöru kóng með mér, hann er á BK!“
,,Fyrsta desember þá pöntum við til Rússlands félagarnir. Það er bara svoleiðis.“
Halli er ekki alveg eins bjartsýnn og Mikael en er þó viss um að Ísland nái í sigur.
,,Ég er ekki alveg eins bjartsýnn og Mikki en við vinnum þetta með einu. Við vinnum þetta 2-1.“