,,Auðvitað er leiðinlegt að tapa leikjum en við lærum af þessu,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon leikmaður Íslands í dag.
Ísland tapaði 1-0 gegn Finnlandi í undankeppni HM en strákarnir okkar spiluðu ekki nógu vel í kvöld.
,,Þeir komu dýrvitlausir og nýttu tækifærið sitt. Þeir spiluðu ekki sérstakan bolta en það var erfitt að komast framhjá þeim.“
,,Það er smá skellur að fá mark á sig úr aukaspyrnu. Við erum snöggir að koma til baka og ætlum okkur að jafna en það var erfitt að komast í gegn hjá þeim.“