Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Tampere:
Teemu Pukki framherji Finnlands á von á erfiðum leik þegar liðið fær Ísland í heimsókn í undankeppni HM.
Finnar eru í hefndarhug eftir tap í Reykjavík þar sem Ragnar Sigurðsson skoraði sigurmarkið í leiknum á 96. mínútu.
,,Þetta verður erfið barátta, þetta verður svipað eins og í síðasta leik á Íslandi. Við höfum ekki fengið stig eftir þann leik, það er komið að okkur. Við teljum okkur geta unnið,“ sagði Pukki.
,,Ef þú hugsar um leikinn þá er það svekkelsi, ég hef ekki hugsað um það undanfarið. Núna þegar við mætum Íslandi þá mannstu eftir leiknum, þá viltu borga til baka.“
,,Það er einfallt að gíra sig upp í þennan leik, eitthvað auka en í venjulegan landsleik.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.