Sverrir Ingi Ingason, leikmaður íslenska landsliðsins, hefur litlar áhyggjur fyrir leikinn gegn Finnlandi í undankeppni HM á morgun.
,,Þetta leggst bara vel í mig. Við erum í frábærri stöðu eins og staðan er og Finnar eru með hörkulið. Þeir sýndu það á Laugardalsvelli,“ sagði Sverrir.
,,Þeir vilja líklega hefna fyrir tapið í Reykjavík. Þetta var sárt tap fyrir þá en við þekkjum það vel að spila mikilvæga leiki.“
,,Þetta er algjör draumastaða að vera að spila upp á hvort þú getir komið liðinu á stórmót.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan