Jón Daði Böðvarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, ræddi við okkur í dag fyrir leik gegn Finnlandi í undankeppni HM á morgun.
,,Ég get ekki beðið um betri byrjun hjá nýjum klúbb og að fá svona margar mínútur eftir meiðsli,“ sagði Jón Daði.
,,Þetta er flottur klúbbur og hann er mjög fjölskylduvænn. Umhverfið sjálft er mjög gott og kúltúran er að ná góðum árangri.“
,,Við erum það reynslumiklir að við mætum í þennan leik eins og alla aðra með full focus.“
,,Það er geggjað að fá íslenska stuðningsmenn yfir hérna, sérstaklega því þeir eru góðir að láta í sér heyra.“
,,Ef einhver er með vanmat í þessum hóp þá á hann ekki að vera í þessum hóp.“