,,Við erum búnir að koma okkur í frábæra stöðu,“ sagði Ragnar Sigurðsson varnarmaður Íslands við 433.is í Helsinki í dag.
Liðið æfði í Helsinki í dag en leikið er við Finnland í undankeppni HM á laugardag og síðan Úkraínu á Laugardalsvelli á þriðjudag.
Strákarnir eru á toppi riðilsins ásamt Króatíu og fjórir leikir eru eftir, það er því mikið undir.
,,Við horfum á þessa tvo leiki sem leiki sem við eigum að vinna, maður hefur hugsað mikið um þessa leiki. Maður hefur hugsað rosalega mikið um þetta.“
Ísland vann fyrri leikinn í riðlum með mikilli dramatík í Laugardalnum þar sem Ragnar skoraði sigurmarkið á 96. mínútu.
,,Þeir líta á fyrri leikinn sem stolinn sigur af þeim, ég skil það alveg. Markmaðurinn hjá þeim átti einn besta leik sem ég hef séð markvörð spila.“
Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.