Heimir Hallgrímsson hefur valið landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM.
Ísland er á toppi riðilsins ásamt Króatíu nú þegar fjórir leikir eru eftir í riðlinum.
Ögmundur Kristinsson er ekki í hópnum en hann fær ekkert að spila núna, Rúnar Alex Rúnarsson kemur inn í hans stað. Anton Ari Einarsson verður kallaður inn ef fjórða markvörðinn þarf.
Viðar Örn Kjartnasson er áfram utan hóps líkt og Theodór Elmar Bjarnason.
Heimir ræðir valið á hópnum í ítarlegu viðtali hér að ofan og neðan.