„Ég er stoltur af strákunum því við spiluðum vel í kvöld fannst mér,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur eftir 0-2 tap liðsins gegn Val í kvöld.
Einar Karl Ingvarsson kom Val yfir um miðjan fyrri hálfleik áður en hann innsiglaði sigur liðsins á 80 mínútu og lokatölur því 2-0 fyrir heimamenn.
„Valur er ógeðslega flott lið og það er erfitt við þá að eiga þegar að þeir detta í sinn gír, sérstaklega á blautu grasinu hérna. Mér fannst við samt setja mikla pressu á þá, á þeirra heimavelli og ef við hefðum náð inn marki þá hefðum við alveg getað stolið öllum stigunum í stöðunni 1-0.“
„Eins og ég segi þá fyrst og síðast verðum við bara að horfa á það að við erum nýliðar í þessari deild. Þessi slæmi kafli sem kom hjá liðinu var ekki góður en spilamennska kvöldsins sýnir þá að við höfum þroskast.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.