„Ég er mjög sáttur við að hafa tekið þrjú stig úr þessum leik í ljósi þess að við höfum oft spilað betur,“ sagði Einar Karl Ingvarsson, leikmaður Vals eftir 2-0 sigur liðsins á Grindavík í kvöld.
Einar Karl Ingvarsson kom Val yfir um miðjan fyrri hálfleik áður en hann innsiglaði sigur liðsins á 80 mínútu og lokatölur því 2-0 fyrir heimamenn.
„Mér líður betur í 433 kerfinu en við erum að spila fínt líka með þrjá aftast þannig að mér fannst þetta virka vel í dag allavega.“
„Það er ekkert komið í hús ennþá. Það er nóg af stigum í pottinum þannig að það getur ennþá allt gerst. Við erum bara að hugsa um okkur sjálfa.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.