„Þetta var einn af þessum skrítnu leikjum þar sem að við höfðum átt að vera löngu búnir að klára þetta,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, aðstoðarþjálfari KR eftir 4-2 sigur liðsins á Víking Ólafsvík í kvöld.
Það voru þeir Tobias Thomsen, Aron Bjarki Jósepsson, Andre Bjerregaard og Óskar Örn Hauksson sem skoruðu mörk KR í leiknum en Kwame Quee og Guðmundur Steinn skoruðu mörk Ólsara.
„Þetta er með því allra besta sem við höfum sýnt í allt sumar. Það má ekki gleyma því að þeir voru að vinna frábæran sigur gegn FH ekki alls fyrir löngu. Mönnum leið vel á boltanum og voru að hreyfa sig mjög mikið.“
„Mér fannst þeir vera að fá mörkin sín gefins á silfurfati og við vorum kærulausir en við náum að koma tilbaka og sýndum góðan karakter að klára leikinn.“
Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan og neðan.