Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var svekktur með að fá ekki meira en eitt stig í dag er liðið gerði 2-2 jafntefli við Stjörnuna.
,,Við erum gríðarlega svekktir með að fá eitt stig. Við fórum illa að ráði okkar. Í þeim dauðafærum sem við fengum þá tókum við rangar ákvarðanir,“ sagði Kristján.
,,Við spiluðum góðan leik og erum að sýna það að við erum á upp á við og það hefði verið gott að fá þrjú stig en eitt er allt í lagi.“
,,Það hefur verið afskaplega auðvelt að dæma á okkur víti í allt sumar en það var brilliant að fá okkar fyrsta víti á þessu ári.“
Kristján var svo spurður að því hvort það væri leikmaður á leið til Eyja áður en glugginn lokar á morgun.
,,Já við fáum einn leikmann í viðbót,“ svaraði Kristján.