Bjarni Helgason skrifar frá Doetinchem:
Alexander Freyr Sindrason, kærasti Fanndísar Friðriksdóttur, er mættur til Hollands til að sjá íslenska landsliðið spila.
Ísland spilar við Sviss í öðrum leik riðlakeppninnar í dag og er Alexander vongóður fyrir komandi verkefni.
,,Þetta leggst bara mjög vel í mig. Það er mikil tilhlökkun og vonandi gengur leikurinn ágætlega,“ sagði Alexander.
,,Við sáum hversu mikinn séns við áttum í Frakkana og ég held að þær séu lítið að pæla í úrslitunum.“
,,Maður er stoltur af skvísunni. Ekki bara þessi leikur, það eru margir leikir sem hún spilar vel og maður er alltaf stoltur af henni.“
,,Maður er alltaf á Facetime með Hallberu og Fanndísi því þær skiljast ekki að. Alltaf double date í gangi þarna!“