Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður, var gríðarlega sár í kvöld eftir 2-1 tap gegn Sviss á EM í Hollandi.
Ísland er í slæmri stöðu eftir tapið en liðið tapaði einnig fyrsta leiknum gegn Frökkum 1-0.
,,Fyrst og fremst er ég sorgmædd. Þetta er erfitt, þetta er erfitt kvöld,“ sagði Guðbjörg eftir leikinn.
,,Tilfinningin núna er eins og við höfum kastað þessu frá okkur. Gegn Frakklandi fór ég stolt af velli, við gerðum allt en við komumst ekki alveg upp á það level í kvöld.“
,,Þegar við skorum var ég bara ‘jess, þetta er okkar móment’ en því miður þá komst Ramona upp að endalínu og gaf hann út.“
,,Við erum búnar að leggja svo mikið á okkur og þetta má bara ekki enda svona. Ég krossa fingur að Frakkland rúlli yfir Austurríki.“